Mig langaði bara til að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn vegna framboðs míns til stjórnlagaþings. Helmingurinn af meðmælendunum mínum kom frá Eyjunni fögru og þeim verð ég ævinlega þakklát fyrir traustið. Þegar í ljós kom hversu margir höfðu boðið sig fram verð ég að viðurkenna að mér féllust hálfpartinn hendur. Ég vildi þó ekki bregðast trausti þeirra 50 aðila sem höfðu skrifað undir stuðningsyfirlýsinguna mína þannig að ég ákvað að reyna að gera mitt besta í stöðunni.