Nei ekki sófasettið, golfsettið. �?að vill nefnilega þannig til að Eyjamaðurinn �?orsteinn Hallgrímsson er í dag og á morgun að kynna nýjustu golfkylfurnar í húsakynnum Golfklúbbs Vestmannaeyja. Steini Hallgríms verður við milli 14 og 18 og á morgun milli 9 og 13 og lofar að segja sögur frá því þegar hann varð Íslandsmeistari í golfi fyrir alveg ótrúlega fáum árum. �?á er jafnvel hægt að fá mynd af sér með kappanum og eiginhandaráritun. En aðalmálið er að græja sig upp fyrir sumarið og fá leiðsögn hvað sé best að nota til að verða góður kylfingur, þó það væri ekki nema til að hitta boltann.