Thelma Sigurðardóttir var á dögunum ráðin sem leikskólastjóri Kirkjugerðis í eitt ár en hún mun taka við af Emmu Sigurgeirsdóttur leikskólastjóra í ágúst. Thelma hefur lokið B.ed. í grunnskólakennarafræði og bætt við sig námi í mannauðsstjórnun. Thelma er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Thelma Sigurðardóttir.
Fæðingardagur: 2. janúar 1986.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar!
Fjölskylda: Andri �?lafsson er makinn minn og saman eigum við tvo dásamlega drengi sem heita �?lafur og Sigurður.
Draumabíllinn: Engin sérstakur, nóg að hann komi mér þangað sem þarf.
Uppáhaldsmatur: Naut og lamb.
Versti matur: Hrogn og lifur!
Uppáhalds vefsíða: Ekkert uppáhald frekar en annað, skoða allt í bland, lífstílsbloggararnir eflaust efst á lista, heimilið, tískan, uppeldi- og barnaumræður heilla mig mest þessa dagana.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Tónlist sem ég tengi ánægjulegar stundir við, hvort sem það er þjóðhátíðarlög, partýlög með vinunum eða barnalög með litlu gormunum mínum! �?? �?etta er allskonar bara!
Aðaláhugamál: Fjölskyldan og vinirnir, allt skipulag, tölur og reikningur, líkamsrækt, heimilið, hönnun & stílesering, ferðalög og útivist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hann afa minn, �?la afa!
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: �?að toppar fátt Eyjarnar okkar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og strákarnir mínir þrír! Svo er hún Kayla algjör töffari líka!
Ertu hjátrúarfull/ur: jaaaá.. kannski smá! Sef á glósunum fyrir próf og svona bull!
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, almenna líkamsrækt þegar tækifæri gefst!
Uppáhaldssjónvarpsefni: �?g horfi sjaldan á sjónvarp, en núna eru það Pepsi mörkin! Annars finnst mér þættir sem snúa að heimili og hönnun skemmtilegir og flest allt grín & fjör.
Hvernig leggst nýja starfið í þig: Alveg ótrúlega vel, hlakka mikið til að fá að takast á við þetta krefjandi og skemmtilega verkefni. �?g hef trú á því að þetta verði dýrmæt reynsla.
Hefur þú starfað með börnum áður: Já, ég tók þátt í uppsetningu á fimm ára deildinni í upphafi hennar og vann þar svo áfram næstu fjögur árin. Svo starfaði ég einnig við þjálfun í fótbolta hjá ÍBV í mörg ár!
Eru krakkar í Vestmannaeyjum þægustu börn í heimi: Já er það ekki? Besti staður að búa á og bestu börn í heimi, það er nú ekki slæmt!