�??�?g man þegar ég var krakki að skoða ljósmyndamöppuna hennar mömmu, þar var góður kafli um sumarið sem hún vann í Eyjum, sennilega 1973 eða 1974. �?essi kafli fannst mér mest spennandi. Hún var brosandi á öllum myndum, einhver með kassagítar og greinilega geggjað stuð,�?? segir �?rn Elías Guðmundsson, öðru nafn Mugison, þegar hann er spurður um það hvort hann hafi einhverja tengingu við Eyjarnar. �??�?ær fóru nokkrar saman að vinna í fiski eitt sumarið og skemmtu sér greinilega rosalega vel. �?g spurði mömmu oft út í þessar myndir.�??
Mugison er Vestfirðingur eins og flestir vita og með sterka tengingu við aðal atvinnuveg þjóðarinnar í gegnum aldirnar, sjávarútveginn. �??�?egar ég var unglingur fór ég á sjóinn með pabba og við stoppuðum til að ná í olíu á dallinn í Eyjum, ég var mjög sjóveikur og langaði að verða eftir, ótrúleg innsigling, klettarnir og fuglar, allt svo tignalegt.�??
Bauð á tónleika 2011
Mugison hefur nokkrum sinnum komið fram í Eyjum og það var auðvitað eftirminnilegt þegar hann bauð okkur Eyjamönnum upp á fría tónleika síðla árs 2011. Um það og það sem eftir fylgdi segir hann: �??�?g hef spilað alltof sjaldan í Eyjum, kom fyrst með rokkbandið 2007, svo kom ég aftur 2011 og þá var stappað í Höllinni, minnir að það hafi verið 850 manns, þvílíkar móttökur og í kjölfarið var mér boðið að spila á �?jóðhátíð 2012. �?að var upplifun, þessi brenna hjá ykkur er ekkert grín. Vá!�??
En Mugison og hans félagar hafa ýmislegt brallað og meðal annars fóru þeir hringferð um landið og það nokkuð óvenjulega og komu við í Eyjum. �??Síðast kom ég með Áhöfninni á Húna þegar við fórum hring um landið sjóðleiðina til styrktar Björgunarsveitunum. �?g, Jónas Sig, �?mar og Lára Rúnars. �?g man að við vorum veðurteppt á Reyðarfirði, sem er ótrúlegt í júlí mánuði, og komum degi of seint til Vestmannaeyja. �?að var geggjað að syngja Ljósvíkinginn á bryggjunni með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Flott mæting þrátt fyrir rigningu og smá kulda.�??
Ný plata
En hvað skildi nú verða í boði í Höllinni á föstudagskvöldið? �??Við spilum lög af nýju plötunni Enjoy og svo bara best off stöff sem við leikum okkur með. Rósa Sveinsdóttir er nýjasti og mest töff meðlimur hljómsveitarinnar, hún spilar á sjúklega stóran saxófón og raddar einsog ég veit ekki hvað, hún hefur ekki komið með okkur áður til Eyja.
Hljómsveitin er í fantagóðu formi þessa dagana, allir búnir að ná sér eftir veturinn og komnir í sumarfíling,�?? segir þessi einstaki og ljúfi listamaður að lokum. �?að er óhætt að hvetja Eyjamenn til að fjölmenna og þakka honum þannig fyrir síðustu tónleika, sem hann bauð Eyjamönnum á og upplifa allt það frábæra efni sem hefur komið frá honum síðan síðast og að sjálfsögðu brot af því besta frá hans litríka ferli.
Tónleikarnir í Höllinni í Eyjum verða föstudagskvöldið 19. maí. Miðasala er á tix.is. Einnig er forsala í Tvistinum hér í Eyjum. �?að er óhætt að mæla með tónleikum þessa ljúfa og frábæra listamanns, sem er með valinn mann í hverju rúmi sem ásamt honum sjálfum, gefa allt í hverja tónleika og það borgar sig að kaupa miða í forsölu, því það er ódýrara.
Höllin opnar klukkan 21.00 en tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Einsi Kaldi ætlar að bjóða upp á sérstakan tónleikaborgara á 2.500 kall fyrir tónleikana og þá opnar húsið kl. 20.00 fyrir þá sem vilja nýta sér það. Borða- og matarpantanir hjá Tótu í síma 846-4086.