Á baráttufundinum í Höllinni í annað kvöld verður spjótunum beint að fyrningarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfiski, afnámi sjómannaafsláttar og aðför að landsbyggðinni. Boðað er að stór hluti Eyjaflotans sigli til hafnar í tilefni af fundinum og má því búast við fjölmenni á fundinum. Fundarboðendur eru hagsmunasamtök sjómanna, útgerðarmanna og Vestmannaeyjabær.