„Ég er búin að fara um húsið í morgun og ég heyri að það kemur flatt upp á starfsfólkið að búið sé að ákveða að fækka um sex starfsmenn. Það er ömurlegt að frétta þetta í fjölmiðlum og að starfsfólkið hafi ekki verið látið vita,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sjúkraliði við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þegar fréttir um fækkun starfsmanna voru bornar undir hana.