KFS lék síðasta leik sinn í Íslandsmótinu í sumar þegar liðið sótti nágranna sína á Hvolsvelli, KFR heim. Eyjamenn voru úr leik í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 3. deildar en tvö efstu lið riðilsins fara þangað. Eyjamenn voru hins vegar staðráðnir í að halda þriðja sætinu og tókst það. Eins og í síðustu leikjum var erfiðleikum bundið að manna lið KFS og meðal þeirra sem spiluðu með liðinu í gær var Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst