Stefnt er að því að halda þjóðahátíð í Þorlákshöfn þann 16. febrúar næstkomandi. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var síðast haldin haustið 2005. Líkt og áður mun Árnesingadeild Rauða Kross Íslands styrkja hátíðina auk þess að vera með kynningarbás á hátíðinni.
Á þjóðahátíðinni kynna þær íbúar þeirra þjóða sem búa í Þorlákshöfn land sitt, menningu og þjóð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst