Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á �?jóðhátíð og aðra daga ársins. �?ví muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. �?að er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. �??Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,�?? stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða.
Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. �?ví verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.