Veðurspá fyrir næstu viku alla, lofar góðu og Þjóðhátíðarveðrið verður mjög gott. Léttskýjað á fimmtudag, föstudag og laugardag og sunnudag. Alla dagana verður vindur frá 1 til 6 metrum á sekúndu. Í spánni í morgun átti að verða einhver rigning á mánudag en í spánni síðdegis, er rigningin horfin úr spánni og staðinn komin sól og blíða, eins og verið hefur undanfarnar vikur. Bæði Veðurstofa Íslands og norska veðurspárstöðin yr.no eru sammála um þetta veður.