�?jónustuleysi um borð í Herjólfi er til háborinnar skammar
24. febrúar, 2011
Í framhaldi af grein Valmundar Valmundarsonar um daginn á Eyjafréttum langar mig að lýsa skoðun minni í nokkrum atriðum á samgöngumálum Vestmannaeyja. – Ég er undrandi á þögninni í yfir samgöngumálum okkar. Ég er sammála honum Valmundi, ætlar virkilega enginn að tjá sig um samgöngumál okkar Eyjamanna? Tökum sem dæmi þjónustuna sem var í boði í Herjólfi áður en siglingar hófust í Landeyjarhöfn, en er ekki í boði nú þegar siglt er til Þorlákshafnar.