�?ann 24. maí sl. brautskráðust á fimmta hundrað nemendur úr Tækniskólanum við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. 61 útskrifaðist úr Byggingatækniskólinn, 29 úr Handverksskólanum, 47 úr Raftækniskólanum, 66 úr Skipstjórnar- og Véltækniskólinn, 53 úr Upplýsingatækniskólanum, 54 úr Tæknimenntaskólanum, 58 úr Flugskólanum, 24 úr Margmiðlunarskólanum, 54 úr Meistaraskólanum og 18 úr Vefskólanum. �?ó nokkrir Eyjamenn voru meðal útskriftarnema og hlutu fjórir þeirra viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Blaðamaður setti sig í samband við nokkra útskriftarnema og ræddi við þá um námið og framtíðina.
Elías Fannar Stefnisson
Aldur: �?g er víst rétt að verða 27 ára þó ótrúlegt megi virðast.
Búseta: �?g bý í Reykjavík.
Í hverju varstu að útskrifast: �?g útskrifaðist frá pípulagningadeild Tækniskóla Reykjavíkur.
Hvað tók námið langan tíma: Námið tók ca. tvö og hálft ár frá því ég byrjaði í Tækniskólanum.
Af hverju valdir þú þetta nám, hafðir þú alltaf áhuga á því: Nei, svo sem kannski ekkert sérstaklega, mér hefur alltaf fundist fagið áhugavert sem slíkt en ég held að áhuginn hafi kviknað bara við að fikta aðeins í þessu. Mér fannst fyrst og fremst vinnan skemmtileg og fjölbreytt og mér fannst kominn tími til að mennta mig og þessi grein lá
ágætlega fyrir mér.
Myndir þú mæla með Tækniskólanum: Já alveg klárlega. Í fyrsta lagi eru námsmöguleikarnir margir og aðstaðan til fyrirmyndar. Miðað við stærðina á skólanum þá er líka allt rosa persónulegt og til að mynda pípulagningadeildin alveg frábær með það að gera. Kennararnir þekkja þig nánast alveg frá fyrsta degi og eru fyrstu mennirnir til að aðstoða ef þörf er á.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hljóta viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Hefur í sjálfu sér enga gríðarlega þýðingu ef ég á að vera hreinskilinn. �?g hef aldrei fundið mig almennilega í námi né skóla og stóð mig frekar illa bæði í grunnskóla og fyrst um sinn í framhaldsskóla. �?etta verður kannski til þess að minna mig og vonandi aðra á að um leið og maður fær áhuga á því sem maður er að læra þá einhvern vegin kemur árangurinn sjálfkrafa með. �?annig að það er engin þörf á að örvænta þó að maður finni sig ekki alveg strax í þessu hefðbundna námi.
Hvað tekur nú við: �?g fer bara á fullt núna að halda áfram að vinna hjá fyrirtæki hérna í Reykjavík sem heitir Kraftlagnir. Er búinn að vinna þar í tæp þrjú ár og líkar það alveg rosalega vel. �?g stefni á meistaraskólann innan nokkurra ára og svo er aldrei að vita hvað tekur við. Hef einnig mikinn áhuga á að mennta mig í tónlist eða a.m.k. rækta það aðeins meira en ég hef gert síðan ég byrjaði að læra píparann.