�?ann 24. maí sl. brautskráðust á fimmta hundrað nemendur úr Tækniskólanum við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. 61 útskrifaðist úr Byggingatækniskólinn, 29 úr Handverksskólanum, 47 úr Raftækniskólanum, 66 úr Skipstjórnar- og Véltækniskólinn, 53 úr Upplýsingatækniskólanum, 54 úr Tæknimenntaskólanum, 58 úr Flugskólanum, 24 úr Margmiðlunarskólanum, 54 úr Meistaraskólanum og 18 úr Vefskólanum. �?ó nokkrir Eyjamenn voru meðal útskriftarnema og hlutu fjórir þeirra viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Blaðamaður setti sig í samband við nokkra útskriftarnema og ræddi við þá um námið og framtíðina.
Hallgrímur Júlíusson
Aldur: 22.
Búseta: Búdapest �?? Ungverjalandi.
Í hverju varstu að útskrifast: �?g lauk á dögunum bóklega hluta atvinnuflugmannsnámsins.
Hvað tók námið langan tíma: �?að er hægt að fara nokkrar leiðir í að klára þetta. �?g tók einkaflugmanninn fyrst sem var 4 mánuðir í heildina, safnaði svo flugtímum allt síðasta sumar og fór svo í bóklega atvinnuflugið síðastliðið haust. �?að eru tvær annir eða átta mánuðir og í síðustu viku var ég að byrja á verklega partinum til að fá atvinnuflugmannsskírteinið í hendurnar að því loknu. Í heildina hjá mér er þetta að taka tæplega tvö ár frá fyrsta tíma og að fá atvinnuflugmannsskírteinið í hendurnar.
Af hverju valdir þú þetta nám, hafðir þú alltaf áhuga á því: �?g get ekki sagt að það hafi verið bernskudraumur að verða flugmaður, áhuginn kviknaði ekki fyrr en að framhaldsskólanámi loknu. �?g var að pæla í allt öðrum greinum heldur en fluginu, meðal annars kírópraktík og tölvunarfræði. �?egar kom svo að því að ákveða hvað skyldi læra ákvað ég af rælni að fara í prufutíma hjá Flugskóla Íslands. �?g fann þar strax að þetta væri eitthvað sem ætti vel við mig.
Myndir þú mæla með Tækniskólanum: �?g mæli klárlega með flugnáminu sem skólinn býður upp á í samstarfi við Flugskóla Íslands. Flugmannsnámið hefur verið kennt þar um árabil og skólinn er virtur á sínu sviði. Einnig eru kennararnir mjög reynslumiklir flugmenn sem bætir gæðin í kennslunni heilmikið.
Hvað tekur nú við: �?g flutti nýverið til Búdapest í þeim tilgangi að taka verklega hluta námsins. �?g stefni á að ljúka náminu á haustdögum ef allt gengur upp og geta strax í framhaldi af því farið að sækja um störf hjá stóru flugfélögunum.