�?ann 24. maí sl. brautskráðust á fimmta hundrað nemendur úr Tækniskólanum við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. 61 útskrifaðist úr Byggingatækniskólinn, 29 úr Handverksskólanum, 47 úr Raftækniskólanum, 66 úr Skipstjórnar- og Véltækniskólinn, 53 úr Upplýsingatækniskólanum, 54 úr Tæknimenntaskólanum, 58 úr Flugskólanum, 24 úr Margmiðlunarskólanum, 54 úr Meistaraskólanum og 18 úr Vefskólanum. �?ó nokkrir Eyjamenn voru meðal útskriftarnema og hlutu fjórir þeirra viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Blaðamaður setti sig í samband við nokkra útskriftarnema og ræddi við þá um námið og framtíðina.
Indíana Auðunsdóttir
Aldur: 37 ára.
Búseta: Vestmannaeyjar á sumrin og Reykjavík á veturna.
Í hverju varstu að útskrifast: Húsasmíði (maí 2017) og húsgagnasmíði (des. 2016).
Hvað tók námið langan tíma: �?g tók þessar tvær námsbrautir saman og fékk eitthvað bóklegt metið, raðaði frekar mörgum áföngum á önn svo ég náði að klára báðar brautirnar á fimm önnum, náði einnig að henda inn auka áföngum í tækniteiknun og málmsuðu.
Af hverju valdir þú þetta nám, hafðir þú alltaf áhuga á því: Ekki alltaf, ég kom heim til Íslands eftir meistaranám í myndlist 2008 og byrjaði að smíða og standsetja með pabba. �?að vatt svo upp á sig og ég hef starfað við allskonar þannig verkefni síðastliðin átta ár. Mér finnst mjög gaman að smíða, sérstaklega ef það hefur einhvern skapandi þátt. Eftir að hafa bögglast með grófvinnu verkfæri um allar trissur þá dreymdi mig um að læra fíngerðari vinnubrögð á góðum verkstæðisvélum. �?að meikaði líka alveg sens að læra þetta bara almennilega fyrst maður var farinn að stússast í þessu. Húsgagnanámið fyrir mér sameinaði svolítið þjálfunina úr myndlistarnáminu og reynsluna af smíðavinnu, það að vanda sig við að smíða eigin hluti er svo góð tilfinning.
Myndir þú mæla með Tækniskólanum: Já, það er bara mjög fínn skóli. Námið er auðvitað þannig uppbyggt að það henti líka ungu fólki með litla starfsreynslu svo ég varð alveg stundum frekar frústreruð hvað sumt var létt. En það þýddi bara að maður gat vandað verklegu verkefnin og gert þau meira krefjandi fyrir sig. �?að er einnig frábært að hafa aðgang að svona flottum verkstæðum, góðum kennurum og þeim aukaáföngum sem maður hefur áhuga á.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hljóta viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: �?g lagði á mig mikla vinnu við námið og vandaði mig og það er alveg pínu næs að sjá það metið. �?g náði besta námsárangri úr báðum greinunum auk viðurkenningar fyrir fagteikningu og heildar námsárangur úr Byggingatækniskólanum. �?etta hjálpar kannski við að koma sér á framfæri en ég hef ekkert rosa mikla trú á svona viðurkenningum, mér hefur þótt slitrótt samhengi á milli námsárangurs og hvernig fólki raunverulega vegnar í sínu fagi. Maður getur náð nákvæmlega þangað sem maður ætlar sér og þaða ð fá eða fá ekki viðurkenningu á ekki að breyta neinu.
Hvað tekur nú við: Við fjölskyldan á Slippnum keyptum húseignina á móti Slippnum í mars og byrjuðum strax að standsetja hana og sú vinna mun endast í dágóðan tíma í viðbót. �?að er líka allt komið á milljón á Slippnum svo ég hef ekki náð að horfa fram í tímann og festa neitt hvað framtíðarplön varðar. Best að segja sem minnst!