Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum.
Sérstakir gestir kvöldsins voru hljómsveitirnar Gaddavír og Slysh, sem sigruðu keppnina í fyrra.
Við óskum hljómsveitinni Þögn innilega til hamingju!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst