Ekkert þokast í samningaviðræðum Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. �?að bendir því allt til þess að skipið hafi siglt sína síðustu ferð þar til á mánudaginn en Sjómannafélagið hefur boðað hertari verkfallsaðgerðir þannig að undirmenn leggja niður vinnu eftir síðustu ferð á fimmtudögum og mæta ekki aftur til vinnu fyrr en klukkan 8:00 á mánudegi. Herjólfur mun því ekkert sigla á morgun, föstudag, laugardag og sunnudag og þannig verður það næstu vikur ef deilan leysist ekki. Næsti fundur deiluaðila er áætlaður næstkomandi mánudaginn klukkan 10:30.
Miðað við fréttir af gangi mála á fundum deiluaðila er orðið nokkuð ljóst að deilan verður ekki leyst nema með aðkomu hins opinbera. Enn ber mikið á milli og færist lítið í rétta átt. Á meðan situr samfélagið hér í súpunni og spyr, hvernig það megi gerast að verkfall nokkurra einstaklinga, sem vissulega hafa allan rétt á að berjast fyrir sínum kjörum, geti haldið heilu samfélagi í gíslingu, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Krafan hlýtur að vera sú, að sama hvað öllu líður varðandi kjarabaráttu áhafnarmeðlima, þá verði þjóðveginum haldið opnum og siglt eins og áætlun segir til um.