ÍBV tekur á móti Breiðabliki klukkan 17:00 í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. Liðin hafa einu sinni áður mæst í á Hásteinsvellinum í sumar þegar Blikar unnu ÍBV 0:1 en sigur þeirra var að margra mati ósanngjarn. Til að fá sem bestan stuðning á leiknum hafa Vélaverkstæðið Þór og Sparisjóður Vestmannaeyja tekið höndum saman og ætla að bjóða öllum á völlinn.