Þóra Björg Stefánsdóttir hefur verið valin í 20 manna hóp íslenska U19 ára landsliðsins sem heldur út til Portúgal á æfingamót þann 15. – 21. febrúar.
Í leikmannahópnum eru margir öflugir leikmenn sem hafa leikið í efstu deild og verður gaman að fylgjast með liðinu etja kappi við Portúgal, Pólland og Wales.
Þóra hefur leikið 51 leik í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hún hefur leikið með ÍBV upp alla yngri flokkana og var á síðustu leiktíð markahæsti og besti leikmaður 2. flokks ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst