Sumarið er tími brúðkaupa og þá dugar ekki brúðkaupsdagurinn því nú þarf að gæsa verðandi brúður og steggja brúðgumann. Er margt til gamans gert til að gera daginn sem eftirminnilegastan.
�?essu fékk verðandi brúður, �?óra Sigurjónsdóttir að kynnast á laugardaginn þegar vinkonurnar fóru með hana vítt og breitt, bæði á sjó og landi. Meðal annars var farinn túr með Ribsafari sem er hin besta skemmtun. Brúðguminn, Ingi Rafn Eyþórsson hafði áður verið steggjaður.
Hér er �?óra með vinkonunum.