�?órður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður Dala-Rafns, var í dag valinn Eyjamaður ársins af Eyjafréttum. Athöfnin fór fram í sal Kiwanis í hádeginu en �?órður Rafn, og eiginkona hans, Ingigerður R. Eymundsdóttir, hafa komið upp myndarlegu útgerðarsafni, ásamt því að reka farsæla útgerð í fjölda ára. Nú síðast keyptu hjónin mikið safn líkana Eyjabátanna sem Sigtryggur Helgason hafði safna saman þannig að safn þeirra hjóna er nú hið myndarlegasta.
Fleiri viðurkenningar voru veittar en viðurkenningarnar kallast Fréttapýramídinn. �?annig fékk Lúðrasveit Vestmannaeyja Fréttapíramídann fyrir framlag sitt til menningarmála. Sveitin hefur ávallt haldið hátt á lofti Eyjalögunum en hefur auk þess haldið tónleika í samstarfi við aðra listamenn sem þúsundir hafa sótt.
Heimir Hallgrímsson fékk Fréttapýramídann fyrir framlag til íþróttamála en Heimir, sem nú er annar tveggja landsliðsþjálfara A-landsliðs karla, hóf þjálfaraferilinn í yngri flokkum ÍBV eftir að knattspyrnuferlinum lauk, tók svo við meistaraflokkum karla og kvenna og náði þar góðum árangri, áður en hann var valinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Smartmedia og 247golf.net eru fyrirtæki ársins að mati Eyjafrétta og hlutu Fréttapýramídann. Smartmedia er leiðandi fyrirtæki í hönnun vefsíðna og sölusíðna fyrir netverslanir en Smartmedia er stærsta fyrirtæki landsins í því síðarnefnda. 247golf.net er vaxandi golfvefur þar sem finna má allskonar þjónustu, bæði fyrir kylfinga en ekki síður fyrir eigendur og rekstraraðila golfvalla.
Nánar verðuf fjallað um afhendinguna í næsta tölublaði Eyjafrétta, sem kemur út á morgun.