Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV í Pepsídeild kvenna skoraði fyrsta mark sumarsins nú fyrir rétt um hálftíma síðan. ÍBV sækir Þór/KA heim norður á Akureyri en Þórhildur var ekki lengi að koma ÍBV yfir því hún skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Í dag fer fram 1. umferð deildarinnar og því er mark Þórhildar opnunarmark Íslandsmótsins.