Þriðja sæti á Ragnarsmótinu
Ljósmynd: ÍBV

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik kvenna var haldið nú í liðinni viku, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi.

Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum.

Stelpurnar okkar í ÍBV náðu 3. sæti á mótinu og sigruðu Stjörnuna í lokaleik sínum með sjö marka mun. Lið Fram sigraði mótið og vann alla sína leiki.

Fyrr í mánuðinum tók karlalið íBV þátt í sama móti og fór með sigur af hólmi. 

Keppni í Olísdeild kvenna hefst fimmtudaginn 15. september með fyrsta leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ.

Tölfræði er fengin af vefnum: handbolti.is

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.