ÍBV mun skoða um helgina þrjá leikmenn frá Walsall í Englandi en það eru þeir Matt Preston, Danny Griffiths, Kieron Morris. �?etta staðfesti Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV í Reitaboltanum á 433.is í dag. Allir eru þeir ungir og efnilegir en fá ekki tækifæri hjá Walsall sem leikur í þriðju efstu deild Englands. �?eir munu spila gegn Stjörnunni á laugardag.
Sigurður Ragnar þekkir til hjá Walsall en þar lék hann á sínum ferli. Preston er miðvörður, Morris er vinstri kantmaður og Griffiths er sóknarmaður. �??�?eir koma frá Walsall og eru þar á fyrsta ári sem atvinnumenn. ég fór og hitti stjórann hjá Walsall og kom á samkomulagi um að við gætum fengið leikmenn á láni,” sagði Sigurður Ragnar í Reitaboltanum á 433.is í dag.
�??�?á fá þeir tækifæri til að ná sér í leikreynslu, við rennum blint í sjóinn með styrkleikann hjá þeim. ÍBV hefur haft samkomulag við Crewe og fengið leikmenn. Við vildum koma á samkomulagi við Walsall, ég spilaði þar.”
�??�?etta eru leikmenn sem eru á fyrsta ári sem atvinnumenn, þetta eru efnilegir leikmenn. �?eim vantar verkefni. �?etta gæti verið verkefni sem hentar öllum aðilum.”