�?rjár kynslóðir við eggjatínslu
21. maí, 2014
ø;
ø;
Eggjatíminn er hafinn í Eyjum. Margir leggja leið sína í úteyjarnar til að tína egg, aðrir eru á heimalandinu. Fýllinn er orpinn og egg eru því tekin frá honum, svartfuglinn verpir aðeins seinna. Á myndinni er Helliseyingurinn Arngrímur Magnússon að tína fýlsegg í Dalfjallinu og með honum eru afastrákar sem hann er að kenna handtökin. Einnig var með í för sonurinn Egill, en það var einmitt hann sem tók myndina.
Fýllinn er étinn af mönnum og einnig eru egg hans tekin. Fýllinn var einn mikilvægasti þátturinn í að fólk hefði ávallt nóg að borða í Vestmannaeyjum áður fyrr. Á hverju ári var safnað á hvern bæ nokkrum hundruðum fugla og þeir saltaðir í kagga. Og þótti slæmt ef að birgðir voru ekki til fram á næsta veiðitímabil. Áður fyrr þótti það nánast synd að taka fýlsegg, því að fuglinn þótti miklu verðmætari. Ástæðan var að mun meiri matur fæst af fuglinum heldur en eggi. Árið 1939 var fýlaveiði bönnuð með lögum í kjölfar fuglaveikifaraldurs sem kom fyrst upp í Færeyjum og barst hingað. Fýlatekja lá að mestu niðri í tvo áratugi vegna þessarar veiki.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst