�?rjár konur á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn úr Suðurkjördæmi
3. desember, 2010
Um þessar mundir sitja þrjár konur úr Suðurkjördæmi á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er líklega einsdæmi að allir þingmenn eins flokks úr einu kjördæmi tefli eingöngu fram kvenmönnum í þingmannaliði sínu. Þessi staða kom upp þegar Íris Róbertsdóttir tók sæti Árna Johnsen á Alþingi á dögunum en fyrir eru þær Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.