�?�?etta eru ferskir strákar og grimmir og við þurfum að vera á tánum í kvöld en við ætlum að innbyrða þrjú stig. En það er gott veður núna og verður vonandi líka í kvöld þannig að það er bara tilhlökkun hjá okkur að taka á móti Sandgerðingum. �?g vona bara að það mæti jafn margir í kvöld og á fyrsta leikinn hjá okkur, þá fengum við virkilega góðan stuðning þrátt fyrir að okkur hefði ekki gengið vel að koma boltanum í netið. Stuðningurinn er okkar liði afar mikilvægur og því skora ég á Eyjamenn að halda áfram að fylkja sér á bak við liðið,�? sagði Heimir.
Enski framherjinn ekki með í kvöld
Sem fyrr eru einhver meiðsli í herbúðum ÍBV, Andrew Mwesigwa er enn tæpur vegna meiðsla í hné og Elías Fannar Stefnisson, markvörður og Matt Garner, enski bakvörðurinn eru frá. �?á hefur bæst í leikmannahóp ÍBV enskur framherji en sá verður ekki með í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Annars vildi Heimir ekkert gefa upp hvernig liðið yrði skipað í kvöld. �?�?g segi leikmönnum það núna í hádeginu en læt það nægja fram að leik.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst