Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum starfar öflugt nemendafélag sem hefur meðal annars það hlutverk að skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans. Í maí á þessu ári kusu félagar þess sér nýjan formann sem tók svo við titlinum við upphaf haustannar í ágústlok. Eyjafréttir heyrðu í Hönnu Sigríði Agnarsdóttur, formanni Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og tóku púlsinn á félagslífinu í skólanum.