Greint var frá því á vef
Eyjafrétta í gær að lögreglan í Vestmannaeyjum hefði handtekið tvo rússneska menn grunaða um aðild að innbrotum og þjófnaði í gagnaverum í Reykjanesbæ en verðmæti þýfisins er talið nema rúmum 200 milljónum króna.
Í dag hefur Morgunblaðið eftir Jóni Halldóri Sigurðssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að umrætt þýfi hafi ekki verið í gámunum tveimur á Eiðinu sem þó hýsa gagnaver. Jafnframt segir að mennirnir tveir sem handteknir voru hafa öll tilskilin leyfi til reksturs gagnaversins.