�?yrla á leiðinni að ná í áhöfnina
30. október, 2013
�?yrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að farskipinu Fernando sem er um átján sjómílur, tæpum 30 kílómetrum, suður af Vestmannaeyjum. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins og þegar áhöfnin náði ekki að ráða niðurlögum hans hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.
Ellefu menn eru í áhöfn skipsins og komast þeir allir fyrir um borð í þyrlunni, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort mennirnir verði fluttir til Vestmannaeyja eða Reykjavíkur. Björgunarskipið �?ór er á leiðinni frá Vestmannaeyjum auk hafnsögubátsins Lóðsins, en um borð í honum er slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn og búnaður til reykköfunar.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er ekki vitað til þess að nokkur í áhöfninni hafi slasast. Adolf �?órsson, formaður Björgunarfélagsins, segir að, búast megi við eins og hálfs klukkustundar siglingu. Búið er að kalla á skip í nágrenninu. Áhersla er lögð á að koma mönnum frá borði. Slæmt veður er á svæðinu og haugasjór. Mestu hviðurnar hafa farið upp í 34 metra við Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst