Það er ánægjulegt að geta boðið upp á jazz meðal viðburða á stóra gosárinu. Klukkan 17.00 laugardaginn 25. febrúar verða jazztónleikar í Eldheimum. Þar koma fram hinir hálfíslensku jazzistar Lars Duppler, píanó og Stefán Karl Schmid saxófón og klarínett. Þeir eru margverðlaunaðir og eftirsóttir í þýsku jazzsenunni og nú eru þeir með dagskrá sem þeir sækja í sínar íslensku rætur.
Á tónleikunum flytja þeir m.a. túlkun sína á þjóðþekktum íslenskum lögum eins og Númarímur, Heyr himna smiður og Sveitin milli sanda.
Frítt er inn, en frjáls framlög til tónlistarmannanna eru auðvitað vel þegin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst