Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld en sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn er tiltölulega nýr af nálinni; hófst á sjötta áratug 20. aldar.
Konudagurinn er fyrsti dagur góu, fimmta mánaðar ársins að fornu norrænu tímatali, hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar eða á tímabilinu 18. til 24. febrúar.
Hin síðari ár hefur Valentínusardagurinn verið að ryðja sér til rúms hér á landi en víða erlendis er haldið upp á Valentínusardaginn; dag elskenda. Hann nálgast þó ekki konudaginn hvað varðar virðingu í huga þeirra Íslendinga sem eldri eru en tvævetra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst