Klukkan þrjú á föstudag heldur UMF Óðinn keppni í stangarstökki á setningarathöfn þjóðhátíðar og er hugsunin sú að heiðra stangar-stökkvara í Vestmannaeyjum sem áttu íslandsmet í stangarstökki karla svo áratugum skipti á fyrri hluta síðustu aldar. Voru þeir í sérflokki. Það var því ekki af ástæðulausu að stangarstökkið var kallað þjóðaríþrótt Eyjamanna á 20. öldinni.