Undanfarnar vikur hafa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ólöf Nordal, varaformaður, verið á ferðinni um landið og átt samtal við flokksmenn. Í dag, þriðjudaginn 17. maí verða þau í Vestmannaeyjum og standa fyrir opnum fundi í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru Eyjamenn hvattir til að fjölmenna.