Aðeins eitt tilboð barst Vestmannaeyjabæ í viðbyggingu við Barnaskóla Vestmannaeyja. Málið var rætt á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku.
Tilboðið kom frá Steina og Olla ehf. og hljóðaði það uppá kr. 38.010.676. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði hins vegar uppá kr. 29.952.400. Ráðið hafnaði innsendu tilboði og fól framkvæmdastjóra að leita annarra leiða við framkvæmd verksins.