Síðastliðinn laugardag fór níu manna hópur héðan úr Eyjum í göngu upp á hæsta tind Íslands ásamt öðrum hundrað galvöskum göngugörpum. Ferðafélag Íslands sá um skipulagningu á ferðinni og gekk ferðin eins og í sögu. Veðrið var með besta móti og skyggnið var stórkostlegt.
Um miðjan febrúar frétti ég af hópi fólks hér Eyjum, sem setti stefnuna á hæsta tind Íslands í maí, Hvannadalshnjúk. �?g gat ekki annað en hugsaði með mér, hvað er að þessu fólki að nenna þessu? Hver er tilgangurinn að fara í 15 klukkutíma göngu til þess að komast á einn tind, er ekki bara nóg að fara á fallega Heimaklettinn okkar?
Um páskahelgina flæktist ég í göngu með hluta af hópnum á Heimaklett. Í lok göngunnar hafði �?löf Helgadóttir orð á því af hverju ég skellti mér ekki bara með þeim á hnjúkinn. �?g fussaði nú bara yfir þessari klikkuðu hugmynd og hélt heim á leið, enda fannst mér ég í engu standi til þess að fara í slíka göngu. Á þessum tíma hafði ég ekki gengið á fjöll í mörg ár.
Með hnjúkinn á heilanum
Einhverra hluta vegna náði ég þó ekki að koma þessum blessaða hnjúk úr huga mér eftir spjallið við �?löfu og byrjaði að forvitnast um þessa ferð. Mér fannst orðið tímabært að takast á við eitthvað stórt og krefjandi verkefni og viku seinna var ég búin að skrá mig í ferðina og fór að búa mig undir þessa áskorun.
�?að var þó eitthvað inn í mér sem hræddi mig aðeins, því þetta var eitthvað sem ég þekkti ekki, enda aldrei svo mikið sem komið á jökul eða farið í lengri gönguferðir en upp úr Herjólfsdal á �?jóðhátíð. �?g viðurkenni það alveg að ég hugsaði reglulega fram að ferðinni ;þú getur þetta ekkert. Hvað ertu búin að koma þér út í? Á ég að hætta við ? Ertu orðin eitthvað rugluð ? En loks kom að ferðalaginu og þá var ekki aftur snúið.
Spenningurinn í hópnum var mikill
Ferðalagið hófst á veitingarstaðnum Gott föstudaginn 13. maí, þar sem hópurinn snæddi hollan og góðan mat áður en haldið var í Herjólf klukkan eitt. Spenningurinn í hópnum var mikill og voru því allir frekar háttstemmdir þennan dag. �?egar komið var úr skipinu var brunað beint á gistihúsið Hof þar sem við vorum nýbúin að fá tilkynningu um það að gangan myndi hefjast klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins. �?ar réði veðrið og því var eins gott að reyna að fá einhverja hvíld. �?að gekk þó misvel hjá hópnum og því var fátt annað í boði en að hressa sig við um tíuleytið og byrja að gera sig kláran og græja sig.
Hvað var ég eiginlega búin að koma mér út í?
Klukkan tólf á miðnætti var hópurinn tilbúinn og brunað var að Sandfelli þar sem upphafsstaður göngunnar var. �?ar beið stór hópur fólks í dimmunni tilbúin í fjörið og ég hugsaði enn eina ferðina, í hvað ég væri búin að koma mér útí?
Gengið var upp í einfaldri röð rúma 400 metra þar sem stoppað var stutt við læk og fengið sér vatn á brúsana og svo var haldið áfram. Veðrið var með besta móti þessa nótt og gangan gekk vel. �?að var mesta furða hvað allir voru hressir miðað við svefnleysið, enginn fann fyrir þreytu. �?að var bara eintóm gleði og spenna í hópnum.
Brekkan endalausa
�?egar komið var á jökulinn var hópnum okkar skipt niður á tvær línur en þá vorum við komin í um 1100 metra hæð. �?á tók við að mínu mati erfiðasti parturinn. Kannski ekki líkamlega, heldur andlega. �?arna var maður bara einn með sjálfum sér að taka hænuskref í áttina að hnjúknum, sem maður sá ekki einu sinni og maður var bundinn í línu sem maður þurfti að passa að væri strekkt allan tímann.
�?essi brekka er kölluð dauðabrekkan, en nafnið á henni á svo sannarlega við. �?g hélt um tíma að hún myndi aldrei taka enda. �?egar við vorum búin að labba þessa brekku í rúma tvo klukkutíma, var ég farin að segja við sjálfa mig á korters fresti ; hvernig í ósköpunum datt þér þessi vitleysa í hug?
�?vílík fegurð og þvílík foréttindi
Næst þegar þú færð svona flugu í hausinn þá framkvæmir þú hana ekki Sædís Eva, haltu þig bara á jafnsléttu! �?ess á milli hljómaði ,,We all live in the yellow submarine,, með Bítlunum í hausnum á mér. �?g reyndi að flauta mér til skemmtunar, til þess að reyna að gleyma því hvað ég var orðin þreytt í bakinu á að bera þennan bakpoka fullan af mat og hugsaði mikið um að skilja hann eftir þar sem ég var.
�?g hugsaði um það hvernig ég ætti að mála stofuna mína, þá fannst mér tilvalið að byrja að flauta gulur, rauður, grænn og blár lagið með þessum pælingum. �?g eyddi mörgum mínútum í að spá í því hvort ég ætti að hafa humarsúpu eða gúllassúpu í matinn á föstudeginum á þjóðhátíð og útfrá því hóf ég hörku samræður við sjálfan mig um þetta mál, enda stór ákvörðun að taka. En svo kom sólarupprás og allt sem var í gangi í hausnum á manni gleymdist. �?vílík fegurð og þvílík foréttindi að fá að upplifa þetta! �?arna var ég tilbúin í allt.
Eins og vera staddur á umferðamiðstöð
Loks komumst við upp dauðabrekkuna, og þar var hann í allri sinni dýrð Hnjúkurinn. Á þessum tímapunkti fylltist maður af einhverri óútskýranlegri orku. Við stoppuðum í góða stund áður en haldið var á hnjúkinn, fólk fékk sér að borða og farastjórarnir bjuggu til þetta fína snjóvirki, svo konurnar gætu létt af sér í felum áður en haldið var lengra.
Hnjúkurinn er brattur því var nauðsynlegt að taka upp ísöxina og skella á sig mannbroddunum. �?að var aðeins um sprungur á leiðinni upp hnjúkinn sjálfan, því var mjög mikilvægt að fara varlega þarna upp og það vottaði fyrir smá hnút í maganum að sjá þær. Mikil örtröð var upp Hnjúkinn þannig að við vorum frekar lengi á leiðinni upp, þetta var eins og að vera staddur á umferðamiðstöð, einn hópur fór upp og annar niður.
Mögnuð tilfinning að standa á toppnum
Loksins kom að því að maður stóð á toppnum eftir níu klukkustunda göngu og horfði yfir stórbrotna náttúruna sem í kring er. Tilfinninginn á toppnum var ólýsanleg og svei mér þá ef maður fékk ekki smá ryk í augun. Skyggnið var svo gott að það sást alla leið til Eyjunnar fögru.
�?að helltist einhver sæluvíma yfir mann sem erfitt er að lýsa og öll vandamál heimsins hurfu á meðan maður stóð þarna, tíminn stóð kyrr í smástund. Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því að ég ætti eftir að standa á hæsta tind Íslands. �?etta gat ég!
Leiðin niður lengri en maður bjóst við
Leiðin niður var svo ekkert nema hamingja og gleði eftir að hafa náð markmiðinu. Mér fannst ég auðveldlega geta sigrað heiminn eftir þetta. �?g viðurkenni þó að leiðin niður var lengri en ég bjóst við. Hitinn var mikill og lognið var algjört. Alltaf þegar maður hélt að maður væri að komast niður þá kom önnur brekka. �?egar við vorum komin að læknum sem við stoppuðum hjá í byrjun í 400 metrum, hugsaði ég með mér; nei hingað og ekki lengra ég verð að komast niður núna! �?á pakkaði ég niður göngustöfunum og hljóp eins hratt og ég mögulega gat til þess að komast á jafnsléttu. Loks hafðist þetta og tæpum fimmtán klukkustundum seinna var ég komin á upphafsstað göngunnar og ennþá hljómaði hið ágæta lag Bítlanna ,,We all live in the yellow submarine,, í hausnum á mér. �?vílíkur sigur að klára þetta verkefni.
Vel heppnuð ferð í alla staði
Farastjórarnir frá Ferðafélagi Íslands höfðu flestir orð á því í göngunni að þeir hefðu sjaldan eða aldrei farið ferð upp hnjúkinn í öðru eins veðri. Veðurguðirnir voru okkar megin í lífinu þennan dag. �?egar lagt var að stað um nóttina, var óvissa um það hvort hægt væri að fara alla leið á toppinn og voru því björgunarsveitarmenn sendir upp fyrst, til þess að kanna aðstæður.
Sjaldan hef ég verið eins glöð og þegar við vissum að við myndum toppa. �?að hefði verið frekar svekkjandi að leggja alla þessa göngu á sig og komast ekki alla leið. �?að gekk allt upp hjá okkur.
Lokaorð dagsins var skál
�?essi dagur var ævintýri líkast frá A til �?. Allt gekk upp og allir voru í fantaformi eftir gönguna þegar haldið var til baka á hótelið. �?að fór þó að síga á seinni hlutann hjá flestum þegar við settumst fyrir framan Eurovision um kvöldið, enda flest búin að vaka í einn og hálfan sólahring og búin að ganga á hæsta tind Íslands, því orðið tímabært að koma sér í háttinn.
�?g stóð í þeirri trú að lokaorðin mín þennan dag hafi verið góða nótt við yndislegu herbergisfélaga mína og mömmurnar mínar í ferðinni, �?löfu og Gunnu. En frétti það þó daginn eftir frá þeim, að nokkrum mínútum eftir að ég sofnaði kallaði ég skál til þeirra, enda sjaldan eins góð ástæða til þess að skála eins og eftir svona fullkominn dag.
Betri göngufélaga er ekki hægt að óska sér
�?að sem stendur þó upp úr þessari ferð að mínu mati, fyrir utan það að ná toppnum, var félagsskapurinn sem fylgdi mér í þessa ferð. Elsku Katrín Laufey, Albert, Friðberg Egill, Guðrún, �?löf, Auðbjörg Halla, Rakel Björk og Kristján takk fyrir að leyfa mér að deila þessari stórkostlegu stund með ykkur, þetta verður seint toppað. �?ið eruð algjörir öðlingar og betri göngufélaga er ekki hægt að óska sér. Og elsku �?löf mín, takk fyrir að koma með þessa klikkuðu hugmynd um páskana, ég verð þér ævinlega þakklát fyrir að hvetja mig til þess að koma með ykkur.