„Ég held að þessar tillögur Siglingastofnunar og samþykki ráðherra sýni svo ekki verður um villst að leggja á allt kapp á að vinna höfnina sem fyrst út úr byrjunarörðugleikunum og það er gleðilegt,“ sagði Ellið Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja þegar hann var spurður út í tillögur Siglingastofnunnar sem kynntar voru í dag. Hann segir m.a. að einhverjir hafi hugsað að betra væri að loka höfninni en að samfélag eins og Vestmannaeyjar eigi skilið öruggari samgöngur en nú eru.