Það má segja að leiktímabilið hafi hafist hjá ÍBV í kvöld þegar liðið lék fimmta leik sinn í efstu deild. Til þessa hafði Eyjamönnum ekki lánast að skora, voru neðstir og án stiga. En það breyttist í kvöld, alls skoruðu Eyjamenn þrjú mörk og fengu þrjú, góð stig fyrir sigurinn á útivelli. Sigurinn fékkst með mikilli baráttu en á lokakaflanum voru Eyjamenn aðeins níu á vellinum gegn ellefu Fjölnismönnum. Eyjamenn léku einum færri frá 16. mínútu og tveimur færri undir blálokin. Einum færri skoruðu Eyjamenn hins vegar tvö mörk og lokatölur urðu 1:3 ÍBV í vil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst