Á síðasta skólaári var gæsluvöllurinn Strönd opnaður tímabundið fyrir daggæsluúræði vegna mikillar vöntunar á daggæsluplássi í Vestmannaeyjum og verður Strönd tímabundið aftur opnuð á þessu skólaári. Á fundi bæjarráðs í gær var sett fram eftirfarandi bókun; Bæjarráð styður eindregið að áfram verði haldið með þróun og eflingu daggæsluúrræða í Vestmannaeyjum og fagnar þeirri þverpólitísku samstöðu sem verið hefur um málið í Fræðsluráði.
Sú leið sem farin hefur verið með því að efla daggæsluúrræði hefur mælst vel fyrir og er opnun daggæsluúrræðisins á Stönd á seinasta skólaári veigamikill þáttur í þeirri þjónustu.
Á þeirri forsendu veitir bæjarráð samþykki sitt fyrir því að áfram verði starfrækt tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd ef þess gerist þörf.
Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.