Titilvonir Eyjamanna hafa verið settar á ís og spurning hvort hægt verði að þýða þær áður en sumarið er úti. ÍBV tapaði í kvöld fyrir Keflavík á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 0:1 fyrir Keflavík. Þetta er í annað sinn í sumar sem ÍBV tapar 1:0 fyrir Keflavík í sumar því leikur liðanna í Keflavík endaði með sömu markatölu. Þar með fá Keflvíkingar sex stig í sumar frá ÍBV, sem er full mikið af því góða.