Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður balli Todmobile sem vera átti þann 6. febrúar næstkomandi frestað til laugardagsins 13. febrúar. Ástæða þess er sú að tveir meðlimir Todmobile eru fastir í vinnu til 22:00 á laugardagskvöldið í Reykjavík og ekki er útlit fyrir að hægt verði að koma þeim yfir vegna veðurs á laugardagskvöld. Hallarmenn og Todmobileliðar þora þar af leiðandi ekki að taka sjénsinn á því að þurfa að blása ballið af um kvöldið þegar allir eru komnir í gírinn.