Tók sólpall nágranna síns og flutti yfir í sinn garð
10. maí, 2010

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði nóg að gera í vikunni. Meðal annars fékk lögregla tilkynningu þess efnis að sólpalli við hús eitt í bænum, hefði verið tekinn ófrjálsri hendi. Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að pallaefni hafði verið komið yfir í garð nágrannans, sem var byrjaður að smíða sér sólpall úr efninu. Pallaefninu var hins vegar komið fyrir á réttri lóð en ekki liggur fyrir kæra í málinu að svo stöddu. Engar skýringar fylgdu frá nágrannanum hvers vegna hann á kvað að taka pall nágrannans og flytja hann yfir í eigin garð. Þetta má lesa í dagbókarfærslu lögreglunnar hér að neðan.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst