Björgunarbáturinn �?ór var kallaður út klukkan 2:22 í nótt. Lögreglan bað liðsmenn Björgunarfélags Vestmannaeyja um að svipast um eftir báti í neyð en lögreglunni hafði borist tilkynning um hugsanlegt neyðarblys norðan við Heimaey. Félagar í Björgunarfélaginu sigldu á �?ór leituðu strax norðan við Heimaey en urðu einskis varir. Til öryggis var siglt hringinn í kringum Heimaey en �?ór kom aftur til hafnar 3:26 án þess að skipverjar hafi orðið varir við neinn sem var í nauð.