Vegna veðurs og samgönguleysi við Vestmannaeyjar, hefur tónleikunum Jólin allsstaðar, sem áttu að vera í Landakirkju í kvöld, verið aflýst. Fyrirhugað var að Regína Ósk, Guðrun Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og fleiri myndu koma fram á tónleikunum, ásamt Litlu Lærisveinunum. Stefnt er að halda tónleikana í Landakirkju mánudaginn 17. desember klukkan 20:00 ef veður leyfir, hvort sem siglt verður frá Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn.