Tonny Mawejje seldur til Haugesund
28. nóvember, 2013
ÍBV og norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hafa komist að samkomulagi um kaupverð á úganska miðjumanninum sterka Tonny Mawejje. Norðmennirnir hafa sýnt leikmanninum mikinn áhuga, svo mikinn að þeir buðu fjórum sinnum, þrisvar sinnum þótti forráðamönnum knattspyrnudeildar ÍBV tilboð þeirra og lágt en félögin náðu að lokum samkomulagi.
�?ar með lýkur úgönsku innrásinni hjá ÍBV en í fyrsta sinn síðan sumarið 2006 er enginn úganskur leikmaður á samningi hjá ÍBV. Tonny var þriðji úganski leikmaðurinn sem gekk í raðir ÍBV. Fyrstur kom Andrew Mwesigwa en hann lék með ÍBV út tímabilið 2009 og þótti mjög sterkur varnarmaður. Annar í röðinni var Augustine Nsumba sem kom 2007 og lék með ÍBV til 2009. Tonny kom svo 2009 og hefur leikið með ÍBV síðustu fimm tímabil og verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann hefur leikið 115 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 11 mörk. Abel Dhaira gekk svo í raðir ÍBV 2011 en kom reyndar til Eyja fyrst 2010. Dhaira lék tvö tímabil í markinu hjá ÍBV. Síðast og klárlega síst, var það Aziz Kemba sem var í láni hjá ÍBV í sumar og stóð engan veginn undir væntingum.
�?etta er mikil blóðtaka fyrir Eyjamenn en ljóst var að Tonny yrði eftirsóttur enda sá leikmaður sem var með hæsta leikmannastuðul í efstu deild hjá KSÍ eða stuðulinn 10, sá eini í úrvalsdeildinni.
Haugesund endaði í þriðja sæti í norsku Tippeligaen og komst í undanúrslit bikarsins.
Tonny skrifaði eftirfarandi skilaboð inn á facebook síðu sína rétt í þessu:
IN THE FIRST PLACE I THANK YOU JESUS… COZ ITS YOU WHO HAS MADE IT HAPPEN, THANKS TO IBV AS A CLUB FOR YOU HAVE DEEPLY CONTRIBUTED TO WHAT IAM TODAY, I CANT FORGET MY FANS AT IBV YOU HAVE BEEN MAGNIFICIENT,I JUST WISH I COULD MOVE ALONG WITH YOU TO MY NEW CLUB… THANKS FOR THE LOVE.!!…. THEN TO ALL MY FANS & TO ALL WHO LOVE MY GAME FK HAUGESUND IS MY NEW CLUB NOW.
CHEERS!!! KYAKABI NYOO…..!!!
Lauslega þýtt:
Í fyrsta lagi þakka ég Jesú vegna þess að þú hefur komið þessu í kring. �?akka ÍBV sem hefur gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. �?g gleymi aldrei stuðningsmönnum ÍBV sem hafa verið stórkostlegir og ég vildi að ég gæti tekið ykkur með mér í nýja liðið mitt. Takk fyrir ástina. Takk.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst