Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag fyrir Keflavík í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Andri Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV misnotaði ÍBV þrjár spyrnur en Keflavík tvær og Keflavík hafði því betur 4:3.