Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og eigandi Toyota á Íslandi, skrifaði í dag, klukkan 15.44, undir styrktarsamning fyrir hönd Toyota ásamt Jóhanni Péturssyni, formanni ÍBV. Samningurinn er fyrir handknattleiksdeild félagsins en fyrr á þessu ári var skrifað undir svipaðan samning fyrir knattspyrnudeild ÍBV. Samningurinn er til þriggja ára en við undirritunina kom fram í máli Jóhanns að þetta væri í fyrsta sinn í sögu félagsins, sem bæði handknattleiksdeild og knattspyrnudeild eru með sama aðalstyrktaraðila.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst