,,Hjá Hafnareyri hef ég fyrst og fremst unnið með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að búa til verðmæti á hverjum degi fyrir samfélagið okkar,“ sagði Trausti Hjaltason fráfarandi framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem Vinnslustöðin á og rekur.
„Það eru forréttindi að fá að vinna með svona öflugu fólki og síðustu rúmu sjö ár hafa verið skemmtileg og lærdómsrík. Við erum heppin að hafa svona mörg öflug og sterk fyrirtæki í Eyjum. Sem eru tilbúin að stökkva til og vinna saman þegar á þarf að halda. Samstæða Vinnslustöðvarinnar hefur verið að eflast enn frekar undanfarin ár og hef ég tröllatrú á að fyrirtækinu muni áfram vegna vel,” sagði Trausti sem kvaddi Hafnareyri á mánudaginn. Hann hefur verið ráðinn til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og byrjar þar næsta mánudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst