Eyjamenn virðast varla vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar farþegaskipið Baldur er annars vegar. Margir klóruðu sér í hausnum og skildu ekkert í því að skipið hefði siglt síðasta mánudag í vondu sjóveðri en farþegar segja að mikið hafi gengið á, á heimleiðinni. Næsta dag fór skipið ekki vegna veðurs og þá voru heimamenn óánægðir með að skipið skyldi ekki fara. Hins vegar eru flestir sammála um að þótt Baldur sé hið ágætasta skip, þá henti það einfaldlega ekki á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar- Þorlákshöfn og frátafir verða of miklar.