Tryggvi Guðmundsson hefur átt í viðræðum við bæði Val og Þrótt samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Samningur Tryggva við ÍBV rennur út í lok mánaðarins en hann fékk fyrr í sumar leyfi hjá félaginu til að ræða við önnur félög. Þó er ekki alveg útilokað að Tryggvi verði áfram hjá ÍBV en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun liðsins á dögunum og þeir félagar þekkjast vel.