Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi ferðaáætlun í Landeyjahöfn sem áætlað er að opna 1. júlí næstkomandi eða eftir aðeins tæpa sex mánuði. Ekki er hægt að bóka ferðir með farþegaferjunni Herjólfi eftir 1. júlí 2010, sem þýðir að hvorki er hægt að taka við bókunum á Goslokahátíð og Þjóðhátíð. Til að opna fyrir þann möguleika leggur bæjarráð til að bókað verði miðað við áætlun 2009 og að þær bókanir flytjist svo yfir á nýja áætlun þegar hún liggur fyrir.